Orð og augu - Námskeið um þjónandi leiðsögn á ÖA

Ester, Klara, Kristinn Már, Dagný Linda og Brynja. Á myndina vantar Ingunni Eir.
Ester, Klara, Kristinn Már, Dagný Linda og Brynja. Á myndina vantar Ingunni Eir.

Í dag, miðvikudaginn 21. janúar, sitja um 130 starfsmenn Öldrunarheimila Akureyrar námskeið um svokallaða „Þjónandi leiðsögn“ (Gentle Teaching). Hugmyndin byggist á því að öll samskipti eigi að snúast um traust og virðingu á milli aðila, horft sé til styrkleika hvers einstaklings og ýtt undir tilfinningu fólks um að það sé virkur hluti af samfélaginu.

Þetta er gert með því að sýna ákveðna nærgætni við orðaval og tón raddar, augnaráð, snertingu og alla almenna umgengni við annað fólk. Lögð er áhersla á að starfsfólk sé ávallt til staðar, það hafi fulla athygli á samskiptum við heimilisfólk, tali af vinsemd, horfi með athygli og alúð, og snerti af virðingu og nærgætni.

Fyrri hópur 21. janúar 2014Námskeiðið er fyrsti hluti af lengra innleiðingarferli Þjónandi leiðsagnar á þessu ári hjá Öldrunarheimilum Akureyrar. Leiðbeinendur eru Kristinn Már Torfason, Klara Jenný Arnbjörnsdóttir, Brynja Vignisdóttir og Dagný Linda Kristjánsdóttir.

Nánari upplýsingar veita leiðbeinendur í síma 460 9100 hjá Öldrunarheimilum Akureyrar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan