Orð mánaðarins: Hughrif

Orð janúar mánaðar er hughrif.

Hughrif verða þegar eitthvað hrífur sálina í umhverfinu, það verður hrifning sem hreyfir við því besta í manninum: t.d. fallegt landslag, góð tónlist, listaverk, leiklist. Hughrif verða við að sjá vel framsettan mat, heyra um dugnað og afrek, finna gæsku og góðvild, bros frá ókunnugum og við margt annað. Að verða fyrir hughrifum er að lifa.

Dæmi um orð í setningu: tónlistin kallaði fram sérstæð hughrif.

Skyld orð: áhrif, áhrifamáttur, nærvera og gagnvirkni

Við hvetjum starfsfólk til þess að senda okkur skemmtileg orð eða orðatiltæki á starfsmannahandbok@akureyri.is

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan