Orð mánaðarins er glænepjulegur.
Glænepjulegur á við um þann sem er illa klæddur og lítur út fyrir að vera kalt.
Hann er glænepjulegur, hún er glænepjuleg, það er glænepjulegt; glænepjulegur - glænepjulegri - glænepjulegastur.
Orðið var sent til ritstjórnar frá góðum starfsmanni bæjarins.
Höfum við ekki öll gott og gaman af því að bæta orðaforðann okkar. Þessi fréttaliður á starfsmannavefnum er til þess gerður að auka orðaforða okkar og skorum við á starfsmenn að taka upp nýtt orð hvern mánuð fyrir sig.
Við hvetjum starfsfólk til þess að senda okkur skemmtileg orð eða orðatiltæki á starfsmannahandbok@akureyri.is