Nýtt nafn á Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga - Brú lífeyrissjóður

Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga verður héðan í frá nýtt nafn Lýfeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga og fylgir nýju nafni bæði nýtt útlit fyrir sjóðinn og heimasíða.

Ný heimasíða - lifbru.is og umsóknsóknargátt

Markmið sjóðsins er að nýja heimasíðan www.lifbru.is verði upplýsandi og þægileg í notkun. Tekið er stórt skref í rafrænni þjónustu við sjóðfélaga en á heimasíðunni er nú sérstök umsóknargátt með öllum umsóknareyðublöðum sjóðsins sem verða eingöngu gerðar með rafrænum hætti, en jafnframt verður þar hægt að fylgjast með framvindu mála. Með þeim hætti er ætlað að veita sjóðfélögum betri og skilvirkari þjónustu.

Sjóðfélagar eru boðnir velkomnir á skrifstofu sjóðsins að Sigtúni 42 í Reykjavík. Þeir geta líka haft samband í síma 5 400 700 eða tölvupóst bru@lifbru.is. Fyrirspurnir vegna réttinda- og lífeyrismála er best að senda á lífeyrisdeildina á netfangið lifeyrir@lifbru.is, en fyrirspurnir varðandi sjóðfélagalán á netfangið lanamal@lifbru.is. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan