Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns, innheimtuhlutfall í staðgreiðslu og persónuafslátt fyrir árið 2021.
Innheimtuhlutfall í staðgreiðslu samanstendur annars vegar af þrepaskiptum tekjuskatti, sem rennur til ríkissjóðs, og hins vegar af meðalútsvari sveitarfélaganna. Skattþrep í staðgreiðslu 2021 verða eftirfarandi:
Skattþrep
1. þrep. Af tekjum 0 – 349.018 kr. – 31,45%
2. þrep Af tekjum 349.019 – 979.847 kr. - 37,95%
3. þrep Af tekjum yfir 979.847 kr. - 46,25%
Persónuafsláttur á árinu 2021 verður 609.509 kr., eða 50.792 kr. á mánuði.