Ný rafræn Innanbæjarkrónika

Innanbæjarkrónikan kemur nú út í fyrsta sinn með nýju útliti og eftir töluverðar endurbætur en það var Geimstofan sem hafði veg og vanda af hönnun útlitsins. Útgáfan markar ákveðin tímamót því í fyrsta sinn er Krónikan eingöngu gefin út í rafrænu formi.

Með þessari umhverfisvænu aðgerð er dregið úr pappírsnotkun auk þess sem prentunar- og pappírskostnaður minnkar töluvert. Auðvelt er að prenta Krónikuna út ef hver og einn vinnustaður vill eiga prentútgáfuna tiltæka, t.d. á kaffistofum. Rafrænn aðgangur starfsfólks að Krónikunni er jafnframt tryggður þar sem aðgengi að tölvum er á vinnustöðum bæjarins.

Ritnefnd stefnir að því að gefa fréttabréfið út á þessu nýja formi fjórum sinnum á ári.

Hér má finna Innanbæjarkrónikuna - október 2015

Ritnefnd.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan