NORAK starfsmannagolfmóti - Úrslit

Stórglæsilegir þátttakendur í NORAK starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku.
Stórglæsilegir þátttakendur í NORAK starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku.

Þriðjudaginn 11. júní sl. fór fram þrettánda NORAK starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku.
Sólin skein og veðrið lék við keppendur sem léku svo listir sínar á golfvellinum.

Mótafyrirkomulagið var átta holu 3ja manna Texas Scramble auk þess sem það voru nándarverðlaun og keppt í lengsta upphafshögginu.
Í sigurliði NORAK 2024 voru þeir Egill Þór Valgeirsson, Eiríkur Jónasson og Ævar Guðmundsson.
Í öðru sæti urðu Anna Einarsdóttir, Bjarni Thorarensen Jóhannsson og Ívar Bjarki Malmquist Hoblyn.
Í þriðja sæti urðu Steinmar H. Rögnvaldsson, Kristján Snorrason og Georg Fannar Haraldsson.

Verðlaun í nándarkeppninni (næst holu) hlutu Gunnar Rúnar Ólafsson á 14. braut og Ævar Guðmundsson á 18. braut.
Sigurvegarar í keppni um lengsta upphafshöggið á 15. braut urðu Valur Örn Ellertsson og Halla Sif Hrönn Einarsdóttir.

Í mótslok var svo veittur fjöldi úrdráttarvinninga og þakkar mótanefnd styrktaraðilum* kærlega fyrir góðan stuðning.

Á meðfylgjandi mynd eru liðsmenn efstu þriggja liðanna á mótinu ásamt nándar- og upphafshöggsverðlaunahöfum. Þarna má líka sjá hinn portúgalska Cristiano Ronaldo samgleðjast með vinningshöfum.

*Styrktaraðilar

Golfklúbbur Akureyrar

Listasafnið

MAK

Minjasafnið

Skíðastaðir Hlíðarfjalli

Umhverfismiðstöð

Vodafone

Ölgerðin

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan