Misskilningur um gildissvið nýrra persónuverndarlaga innan skólasamfélagsins

Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga er áhugaverð frétt þar sem fjallað er um misskilning sem gætt hefur í innleiðingu leik- og grunnskóla á nýjum persónuverndarlögum. Þar segir að persónuvernd hafi sent frá sér ábendingu þar sem vakin er athygli á þessum misskilningi - í ábendingu persónuverndar kemur m.a. fram að skólar virðist hafa tilhneigingu til þess að ganga lengra en gildissvið laganna gefur tilefni til, s.s. í aðgangsstýringum að kennslustofum, trúnaðaryfirlýsingum sem foreldrar hafa verið beðnir um að undirrita, afhendingu bekkjarlista og myndatökum af almennum viðburðum á vegum skóla (www.samband.is). Fréttina í heild sinni má lesa með því að smella HÉR og ábendingu persónuverndar má lesa með því að smella HÉR

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan