Umferðarljós á Akureyri. Ljósmynd María H. Tryggvadóttir
Þeir starfsmenn sem nota eigin bifreið í þágu Akureyrarbæjar og hafa undirritað samkomulag um akstur í þágu vinnuveitanda hafa heimild til að skrá akstur í Vinnustund. Yfirmaður gerir samning við starfsmenn og skilar til launadeildar.
Starfsmanni ber að skrá akstur í þágu vinnuveitanda í Vinnustund jafnóðum. Hér eru leiðbeiningar. Yfirmaður yfirfer og samþykkir eða hafnar skráningu fyrir hvert aksturstilvik, fyrir uppgjörstímabil frá 13. hvers mánaðar til 12. næsta mánaðar.
Sjá frekari upplýsingar um ferðakostnað hér á starfsmannavefnum.