Stundum er erfitt að koma sér af stað í hreyfingu, sérstaklega þegar það er dimmt og kalt í veðri en þá er gott að nýta sér Lífshlaupið sem ástæðu til þess að koma sér af stað. Eins fyrir þá sem eru duglegir að hreyfa sig eða eru með keppnisskap yfir meðallagi þá er þetta skemmtilegt, skrá mínúturnar sínar og hvetja liðið sitt áfram til árangurs og heilsueflingar. Lífshlaupið snýst jú aðallega um það að hvetja alla til þess að hreyfa sig daglega sér til heilsueflingar.