Leiðbeiningar um brennisteinsdíoxíð í andrúmslofti

Á undanförnum vikum hefur loftmengandi gasefnið brennisteinsdíoxíð borist frá eldstöð í Holuhrauni norðan Vatnajökuls til íbúa í mörgum sveitarfélögum og hefur styrkur efnisins stundum verið svo mikill að mælt er með mjög afgerandi varnaraðgerðum, svo sem að halda sig innandyra, loka öllum gluggum, hækka hitastig innanhús o.þ.h.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman leiðbeiningar um brennisteinsdíoxíð í andrúmslofti þar sem m.a. eru tenglar á vefsíður sem geyma upplýsingar um loftgæði í andrúmslofti sem og viðbrögð við loftmengun. Einnig má finna þar tengla á helstu stofnanir sem fara með þessi mál.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan