Kynjasamþætting og kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Í samræmi við Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar hafa að undanförnu verið unnin tilraunaverkefni í kynjasamþættingu og kynjaðri fjárhagsáætlanagerð. Verkefnin voru kynnt á fundum samfélags- og mannréttindaráðs og bæjarráðs fyrir skemmstu.

Kynjasamþætting er aðferð sem beitt er við innleiðingu jafnréttissjónarmiða inn í almenna starfsemi stofnunar og notuð er til að ná fram jafnrétti í daglegu starfi sem snertir starfemina sjálfa, viðskiptavini, skjólstæðinga, umbjóðendur eða annað fólk. Þegar fjárhagsvíddinni er síðan bætt við er talað um kynjaða hagstjórn eða kynjaða fjárhagsáætlanagerð.

Tilgangurinn með því að vinna að tilraunaverkefnum á ólíkum sviðum í starfsemi bæjarins er að auka vitund um áhrif fjármuna og stefnumótunar á jafnrétti kynjanna og ýta undir að aðferðum kynjasamþættingar sé beitt almennt.

Alls voru unnin sjö verkefni sem lúta að ólíkum þáttum í starfsemi bæjarins. Verkefnin voru unnin af starfsfólki og stjórnendum í viðkomandi starfsemi:

  • Greining á starfsemi Punktsins
  • Þróun hlutastarfa hjá Akureyrarbæ
  • Símenntun stjórnenda
  • Greining á félagsstarfi hjá Öldrunarheimilunum
  • Greining á notkun inneignar í íþrótta- og tómstundastarfi
  • Innsendar tillögur í umhverfisátaki
  • Foreldarviðtöl í grunnskóla
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan