Þriðjudaginn 14. nóvember verður konfektnámskeið haldið í Símey á Akureyri.
Félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.
Farið verður í alla grunnþætti konfektgerðar, s.s. gerð fyllinga, steypingu í konfektform og temprun á súkkulaði. Þátttakendur búa til sína eigin mola og fá að sjáfsögðu að taka þá með sér heim. Allt hráefni er innifalið í námskeiðsgjaldi.
Leiðbeinandi: Halldór Kr. Sigurðsson, bakari og Konditor
Tvö tveggja tíma námskeið í boði - kl. 16:00 eða kl. 19:00
Skráning er hafin - takmarkað pláss
Nánari upplýsingar má nálgast á Símey.is