Hvers vegna kvennafrí ?

Ofangreind fyrirsögn er fyrirsögn dreifirits sem framkvæmdanefnd um kvennafrí útbjó og dreifði um landið fyrir kvennafrídaginn 24. október 1975. Í því riti voru settar fram þær ástæður sem lágu að baki áskorun þess efnis að konur legðu niður störf sín og sameinuðust undir kjörorðum kvennaárs Sameinuðu þjóðanna, þ.e. jafnrétti, framþróun og frið. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hafði ákvarðað að árið 1975 yrði sérstaklega helgað málefnum kvenna.

Á heimasíðu Kvennasögusafns Íslands er að finna ýmis gögn sem varða mál kvenna og þess á meðal er fróðleikur um kvennafrídaginn og sögu hans hér á landi. Safnið var stofnað þann 1. janúar 1975 og á því ári þann 24. október var fyrsti kvennafrídagurinn á Íslandi.

Sagan sjálf er með þeim hætti að upphaflega stóð til að um verkfall kvenna yrði að ræða en vegna viðbragða var gripið til málamiðlunar um það að útganga úr vinnu yrði undir formerkjum frís. Frá þessum fyrsta degi hefur tímalengd og þar með klukkan hvað konur leggja niður vinnu miðast við þann launamun sem er til staðar á milli karla og kvenna þá stundina – því má segja að þegar kvennafrídagurinn í núverandi mynd leggst af þá hefur launamun kynjanna verið útrýmt.

(Heimild: www.kvennasogusafnid.is)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan