Hvar verður þú 15. október 2022?

Árshátíðarnefndin kom saman í maí og setti saman kvæði til að ramma inn og lýsa vinnunni og ferlinu við undirbúning og skipulagningu Árshátíðar Akureyrarbæjar sl. fjögur ár og þetta varð útkoman:

DAGAR, NÆTUR , VIKUR MÁNUÐIR ÁR
HAMINGJUSTUNDIR GLEÐI SORG OG TÁR
ÁFRAM ÁFRAM FETAR LÍFIÐ SINN VEG
ER EKKI TILVERAN HREINT STÓRKOSTLEG

STUNDUM ER BJART Í LÍFI HVERS MANNS
EN FYRR EN VARIR VITJA SORGIR HANS
VIÐ SJÁUM OFT SVO STERK DÆMI UM ÞAÐ,
AÐ AUGNABLIKIÐ BREYTIR STUND OG STAÐ.

DAGAR, NÆTUR , VIKUR MÁNUÐIR ÁR
HAMINGJUSTUNDIR GLEÐI SORG OG TÁR
ÁFRAM ÁFRAM FETAR LÍFIÐ SINN VEG
ER EKKI TILVERAN HREINT STÓRKOSTLEG

TÍMIN ER FLJÓT OG BÁTUR MINN SKEL
EN FÖR MÍN RÆÐST AF HVERJU HAFNA OG VEL
VIÐ LIFUM Í DAG EN Á MOGUN HVER VEIT
SÉRHVER DAGUR SPURNING ELÍF LEIT.

TÍMARNIR LÍÐA ALLT ER BREYTINGUM HÁÐ
ÖLL ÞRÓUN RÆÐST AF ÞVÍ SEM TIL ER SÁÐ.
Í DAG ÞÚ FINNUR ÞAÐ SEM LEITAÐ VAR AÐ
EN SVO Á MORGUN KANNSKI GLATAST ÞAÐ.

Takið frá laugardaginn 15. október!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan