Hvað er að gerast á Öldrunarheimili Akureyrar?

Þriðjudaginn 21. nóvember í Samkomusal Hlíðar kl. 13:00-15:00 verða fróðleg erindi um það sem er að gerast á Öldrunarheimili Akureyrar. Markmiðið er að upplýsa starfsfólk, íbúa, aðstandendur og gesti um þróun og nýjungar sem unnið hefur verið að á heimilinu.

Dagskrá:

1. Samskipti snúast um fleira en gott viðmót: reynsla aðstandenda af samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk í lífslokameðferð. 
Fyrirlesari: Silja Jóhannesdóttir kynnir niðurstöður meistararitgerðar sinnar.


2. Velferðartækni - nokkur dæmi um verkefni hjá ÖA og víðar.
Fyrirlesari: Halldór S. Guðmundsson


3. Samfélagshjúkrun - þróunarverkefni í tímabundinni dvöl og dagþjálfun
Fyrirlesarar: Birna S. Björnsdóttir og Björg J. Gunnarsdóttir


4. Breyttar áherslur í iðju– og félagsstarfi
Fyrirlesarar: Ester Einarsdóttir og Elísa A. Ólafsdóttir


5. Þula—þróunarverkefni í lyfjaumsýslu
Fyrirlesarar: Harpa Kristjánsdóttir og Silja Jóhannsdóttir

 

Allir velkomnir

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan