Hjólað í vinnuna 2024 - viðurkenningar

Heilsuráð Akureyrarbæjar veitti nýlega tveimur stofnunum bæjarins viðurkenningar fyrir þátttöku í Hjólað í vinnuna sem fór fram maí sl.

Stofnanirnar sem hlutu viðurkenningu áttu það allar sameiginlegt að skora yfir 4,5 í hlutfalli daga (fjöldi starfsmanna/fjölda skráðra daga) sem og á lista yfir 10 efstu lið í sínum flokki á landsvísu.

Viðurkenningu heilsuráðs 2024 hlutu Síðuskóli og Amtsbókasafnið/Héraðsskjalasafnið. Glöggir lesendur starfsmannavefsins taka eftir því að þetta er amk  þriðja árið í röð sem þessar tvær stofnanir eru saman í hópi þeirra sem hljóta viðurkenningu.

Meðfylgjandi myndir eru þegar fulltrúar þessara heilsustofnana taka við viðurkenningu Heilsuráðsins.

Til hamingju með flottan árangur starfsfólk Síðuskóla og Amtsbókasafnsins/Héraðsskjalasafnsins!

Amtsbókasafn/Héraðsskjalasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan