Heilsuráð Akureyrarbæjar hvetur starfsmenn til að hreyfa sig daglega (sem aldrei fyrr) og ekki síst taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem Hjólað í vinnuna er.
Heilsuráð Akureyrarbæjar veitir viðurkenningar til starfsstöðva innan Akureyrarbæjar fyrir góðan árangur í átakinu.
Hér er hlekkur á frétt af „Hjólað í vinnuna" í fyrra og upplýsingar hverjir stóðu sig best og spurning hver ætlar að skora á þessa vinnustaði og komast í þessa frétt fyrir árið 2022!?
Reynslan hefur sýnt að það er árangursríkt að skrá metra, kílómetra og ferðamáta á blað sem liggur frammi á vinnustaðnum og 1-2 aðilar sjá um að skrá það rafrænt í gagnagrunninn – hentar þetta þér og þínum?
Nokkrir punktar frá sem er gott að vita:
• Opnað hefur verið fyrir skráningu á https://hjoladivinnuna.is/
• Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 24. maí.
• Útfærslan er einföld. Fólk gengur, hjólar eða ferðast með öðrum virkum hætti þá vegalengd er samsvarar vegalengd til og frá vinnu og skráir þá kílómetra inn í kerfið. Hægt er að byrja eða enda vinnudaginn á því að ganga eða hjóla til og frá vinnu.
• Markmið verkefnisins er að huga að daglegri hreyfingu ásamt því að vekja athygli á virkum ferðamáta og eru hjólreiðar bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti. Hjólreiðar eru frábær útivist, hreyfing og líkamsrækt. Munum bara að halda góðri fjarlægð á milli annarra hjólreiðarmanna/-kvenna
Við hvetjum þig til þátttöku og um leið óskum við eftir ykkar liðsinni við að hvetja aðila innan þíns vinnustaðar til þátttöku í verkefninu þetta árið. Í gegnum árin hefur myndast gríðarlega góð stemmning á vinnustöðum meðan á átakinu stendur. Von okkar er sú að svo verði í ár líka.
Praktískar upplýsingar:
Keppt er í átta flokkum um flesta þátttökudaga hlutfallslega miðað við heildarfjölda starfsmanna á vinnustöðum og í liðakeppni um flesta kílómetra.
Aðalatriðið er að fá sem flesta með sem oftast, til að hjóla, ganga, taka strætó, nota línuskauta eða annan virkan ferðamáta.
Að skrá sig til leiks:
1. Farið er inná vef Hjólað í vinnuna,
2. Smellt er á Innskráning efst í hægra horninu
3. Stofnaðu þinn eigin aðgang með því að skrá þig inn með Facebook eða búðu þér til notendanafn og lykilorð.
4. Velja má á milli þess að stofna vinnustað (þarf að gera ef vinnustaðurinn finnst ekki í fellilista) eða stofna/ganga í lið (þá er búið að stofna vinnustaðinn).
5. Skráningu lokið
Hægt er að nálgast ítarlegar skráningarleiðbeiningar inná vef Hjólað í vinnuna
Nánari upplýsingar um Hjólað í vinnuna gefur Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ í síma: 514-4000 eða á netfangið hjoladivinnun@isi.is