Tilboð fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar - Góðverkin kalla

Er kominn tími á ljúfa leikhússtund sem skilur ekkert eftir sig nema skaddaðar hláturtaugar? Freyvangsleikhúsið setur á svið gamanleikritið Góðverkin kalla eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason úr Ljótu hálfvitunum. Leikstjórar eru Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson, sem sjálfur er Ljótur hálfviti í hjáverkum.

Í smábænum Gjaldeyri á Ystunöf starfa ofvirk góðgerðarfélög, Dívansklúbburinn, Lóðarís og Kvenfélagið Sverðliljurnar, sem fyllt hafa sjúkrahús bæjarins með stanslausum tækjagjöfum, lækninum til mikillar armæðu. Góðgerðarkapphlaupið stigmagnast og nær hámarki á 100 ára afmæli sjúkrahússins.
Rómantísk, stórundarleg, en umfram allt bráðfyndin atburðarrás með söngvum sem eru mátulega vel frambornir af góðgerðarfélögunum þremur.

Miðaverð fyrir Starfsfólk Akureyrarbæjará sýningar í Freyvangsleikhúsinu 17. og 18. mars er 3000 kr. í stað 3500.
Miðapantanir - freyvangur@gmail eða síma: 857 5598

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan