Friðsæld í febrúar

Tímaritið Í boði náttúrunnar, í samvinnu við fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga, stendur fyrir viðburðinum FRIÐSÆLD Í FEBRÚAR.

Markmiðið er að vekja áhuga á hugleiðslu og mikilvægi þess að vera til staðar hér og nú! Þeim fer fjölgandi sem áhuga hafa á að kynnast hugleiðslu af eigin raun og er viðburðinum ætlað að kynna það sem í boði er og kveikja áhuga hjá enn fleirum.

Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI
Friðsæld í febrúar er ætlað að verða árlegur viðburður þar sem athygli er beint að hugleiðslu og þeim ávinningi sem í kyrrðinni fellst. Með tíð og tíma viljum við að litið sé á iðkun hugleiðslu sem sjálfsagðan hlut.

DAGSKRÁ
Friðsældinni verður fagnað sunnudaginn 23. febrúar kl. 11.00-11:30 í Menningarhúsinu Hofi og Ráðhúsi Reykjavíkur samtímis með hóphugleiðslu. Þá verða viðburðir vikunnar kynntir. Aðgangur er ókeypis.

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir Kundalini jógakennari, jógískur ráðgjafi og höfundur hugleiðslubókarinnar Hin Sanna Náttúra mun leiða viðburðinn á Norðurlandi þann 23. febrúar með einfaldri hugleiðslu fyrir alla og gongslökun í lokin sem fylgja þér í friðsælan sunnudaginn.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan