Þekkingarnet Þingeyinga og Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar vinna nú að Fræðsluáætlun varðandi umhverfis- og loftslagsmál fyrir starfsfólk sveitarfélaga. Verkefnið er eitt af áhersluverkefnum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE) á árinu 2022.
Nú ættu allir að hafa fengið senda til sín stutta könnun um fræðsluþörf og við hvetjum alla til þess að taka þátt. Það er afar mikilvægt að þátttaka í könnuninni verði góð. Niðurstöður könnunarinnar eru grunnur sem nýttur verður til að útbúa fræðsluáætlun fyrir starfsfólk sveitarfélaganna og fulltrúa í sveitastjórnum og fastanefndum.
Við biðjum ykkur að kíkja í innhólf og ruslpóst og kanna hvort pósturinn frá simey@simey.is hafi borist ykkur og gefið ykkur tíma til að svara könnuninni. Það tekur um 10 mínútur að svara könnuninni sem er nokkuð ítarleg en veitir þar með enn betri grunn fyrir fræðsluáætlun með góðri svörun.