Í gær fór fram fræðsla sem innanríkisráðuneytið hélt um hinsegin málefni fyrir starfsfólk sveitarfélaga og fulltrúa í ráðum, nefndum og stjórnum á vegum sveitarfélaga.
Samtökin ´78 sjá um fræðsluna en markmiðið er auka þekkingu sveitarstjórnarfólks og starfsfólks sveitarfélaga á réttindum og félagslegri stöðu hinsegin fólks. Verkefnið er liður í aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022-2025.
Fræðslan var tekin upp og má nálgast hana hér.
Upptakan verður aðgengileg til 15. desember n.k. og eruð þið hvött til að gefa ykkur tíma til að horfa á upptökuna sem tekur tæpan klukkutíma.