Fallið frá gjaldskrárhækkunum

Fjallað var um gjaldskrár Akureyrarkaupstaðar á fundi bæjarráðs í morgun og samþykkt að falla frá fyrirhugaðri hækkun á vistunargjöldum í leikskólum og gjöldum vegna félagsþjónustu sem koma áttu til framkvæmda um áramót.

Með þessu vill bæjarráð leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að stemma stigu við verðbólgu og vinna að stöðugleika. Til að ná sömu markmiðum var á stjórnarfundi Norðurorku í lok nóvember samþykkt að hækka ekki gjaldskrár fyrir hitaveitu og rafveitu á þjónustusvæði fyrirtækisins.

Bæjarráð vekur athygli á því að hér eftir sem hingað til verða ekki innheimt gjöld fyrir strætisvagnaferðir, bókasafnsskírteini og bifreiðastæði í miðbænum.

Fundargerð bæjarráðs.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan