Ert þú nýr starfsmaður hjá Akureyrarbæ og hefur spurningar varðandi allskonar?
Starfsmannahandbókin hefur að geyma fjöldann allan af gagnlegum upplýsingum, m.a. tilboð og afslætti til starfsfólks bæjarins, ferla varðandi einelti, áreitni og ofbeldi, mannauðsstefnu og mannréttindastefnu Akureyrarbæjar og margt fleira.
Í starfsmannahandbókinni er viðverustefna starfsfólks Akureyrarbæjar sem nauðsynlegt er að kynna sér vel, hér má lesa reglur Akureyrarbæjar um skráningu fjarvista starfsfólks á vinnutíma.
Undir flipanum "Í nýju starfi" eru einnig mikilvægar upplýsingar t.d. hvar starfsmenn geta nálgast launaseðla, upplýsingar um gögn sem þarf að skila til launadeildar, persónuafslátt og gátlisti sem stjórnendur vinna eftir þegar þeir taka á móti nýju starfsfólki.
Við hvetjum nýtt starfsfólk sérstaklega til þess að kynna sér þessi mál hér á vefnum okkar www.akureyri.is
Gangi ykkur öllum vel í starfi.