Er allt í gulu?

Á morgun, þriðjudaginn 10. september er Gulur dagur og hvetjum við allt starfsfólk sem getur að klæðast gulu, skreyta með gulu, lýsa upp með gulu og borða gular veitingar sem dæmi. Markmiðið með gulum degi er að auka meðvitun samfélagsins um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna.

Hér að neðan má lesa heilsupistil Heilsuverndar.

Er allt í gulu á þínum vinnustað?

Nú hefst gulur sepember í annað sinn með slagorðinu “er allt í gulu”. Markmiðið er að auka meðvitund samfélagsins um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna - sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Guli dagurinn verður svo 10. September.

Í ár verður lögð áhersla á að fara yfir bjargráð sem við getum sjálf notað til þess að viðhalda góðri líðan eða ná jafnvægi í líðan.

Fimm leiðir að velliðan:

  1. Myndum tengsl
  2. Hreyfum okkur/verum virk
  3. Tökum eftir
  4. Höldum áfram að læra
  5. Gefum af okkur

Er allt í gulu?

  • Ef þér finnst lífið stundum ekki þess virði að lifa því, leitaðu þá hjálpar.
  • Ef þú hefur áhyggjur af ástvini/vini/vinnufélaga ræddu það við viðkomandi.
  • Það hjálpar að deila líðan sinni með öðrum.

Það er hjálp að fá:

  • Símaráðgjöf Heilsuveru 1700 og netspjallið heilsuvera.is (opið alla daga frá 8-22)
  • Hjálparsími Rauða krossins 1717 og netspjallið 1717.is (opið allan sólarhringinn)
  • Píetasíminn 552 2218 (opið allan sólahringinn)

Frekari upplýsingar:

https://island.is/forvarnir-sjalfsviga/gulur

https://sjalfsvig.is/

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan