Bæjarins Bestu - Guðríður Sveinsdóttir

Bæjarins Bestu er nýr dagskrárliður í starfsmannahandbókinni. Hér fáum við að kynnast starfsmönnum bæjarins og fáum innsýn í möguleg verkefni eða nýjungar á vinnustaðnum. 

Nafn: Guðríður Sveinsdóttir

Vinnustaður: Giljaskóli

Hver eru helstu verkefnin í þínu starfi: Er umsjónarkennari í 7. bekk og kenni þeim öll fög fyrir utan íþróttir og list-&verkgreinar. Starfið felst í að undirbúa og kenna nemendum, halda áhuga þeirra og hafa verkefnin fjölbreytt. Ekki má gleyma foreldrasamskiptum sem skipa alltaf stærri og stærri part af starfinu. Ég sit í upplýsingatækni-nefnd skólans og erum við reglulega með fræðslu fyrir starfsfólk til að koma sem flestum af stað og lengra í notkun upplýsingatækni

Er einhver spennandi nýjung eða verkefni á þínum vinnustað eða e-ð áhugavert sem þú getur sagt okkur um vinnustaðinn?

Giljaskóli er mjög framarlega í notkun upplýsingatækni í skólastarfi og er fyrsti skólinn á Akureyri til að vera með tæki 1:1 frá 4.bekk og upp í 10.bekk. Þessi þróun hefur kollvarpað öllu skólastarfi og auðveldað kennurum að nota tækni eftir því sem þeir hafa áhuga á.

Í vetur breytti miðstigið um kennsluhætti og byrjuðu að vinna í þemum eftir grunnþáttum menntunar og er skólaárinu skipt í fjögur tímabil þar sem að Sjálfbærni, Lýðræði & mannréttindi, jafnrétti og heilbrigði & velferð eru yfirþættir tímabilanna og grunnþættirnir læsi og sköpun fléttast inn í öll tímabilin. Með þessari breytingu höfum við opnað stundatöfluna og samfléttum alla íslensku, samfélags- og náttúrufræði, ensku og upplýsinga-&tæknimennt. Þetta hefur reynst mjög vel og eru kennarar og nemendur ánægðir með þessa breytingu.

Hver er skemmtilegasta hefðin á þínum vinnustað? Hafeyjarkaffi á þriðjudögum og föstudögum. Á þriðjudögum og föstudögum þá getur starfsfólk Giljaskóla keypt sig í morgunverðarhlaðborð að hætti Hafeyjar sem kallast hversdagslega Hafeyjarkaffi og er mikilvægur hlekkur í skólastarfinu.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frítímanum þínum? Vera með fjölskyldu og vinum, hvort sem það er í blaki, á skíðum, í ferðalögum, kósýstund í sófanum eða í golfi.

Hvort finnst þér skemmtilegra að elda eða baka? Baka myndi ég segja þó ég geri það alltof sjaldan.

Áttu einhverja uppáhalds uppskrift sem þú vilt deila með okkur? 

Marengsbomba:

Marengsbotn (baka með kornflakes og bæði sykri og púðursykri)

Rjómi – þeyttur

Kókosbollur

Nóa kropp

Jarðarber og bláber

Marengsbotninn brotinn niður í stóra skál, kókosbollurnar skornar/brotnar niður í skálin. Þeyttur rjóminn settur út á og hrært saman. Nóa kropp blandað saman við. Berin notuð til að skreyta ofan á og afgangurinn af Nóa kroppinu

Hvaða bók ertu að lesa? Sumar í strandhúsinu eftir Söruh Morgan.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan