Jafnlaunastefna samþykkt í bæjarstjórn

Ljósmynd: María Helena Tryggvadóttir
Ljósmynd: María Helena Tryggvadóttir

Jafnlaunastefna Akureyrarbæjar var samþykkt í bæjarstjórn 12. apríl 2022 og er í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt
kynjanna nr. 150/2020. Henni er ætlað að tryggja að jafnréttis sé gætt við allar launa- og kjaraákvarðanir. 

Launaákvarðanir skulu vera gagnsæjar, byggðar á málefnalegum forsendum og miða að því
að greiða starfsmönnum sömu laun fyrir sambærileg og jafn verðmæt störf.
Allar launa- og kjaraákvarðanir skulu vera rekjanlegar og skjalfestar.
Akureyrarbær greiðir laun í samræmi við gildandi kjarasamninga á hverjum tíma,
samþykktir og reglur Akureyrarbæjar. Samband íslenskra sveitarfélaga fer með umboð um
gerð kjarasamninga fyrir hönd sveitarfélagsins. Stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga er
að þróa áfram starfsmatskerfið SAMSTARF í samstarfi við stéttarfélög. 

Stefnuna í heild sinni má nálgast hér.

 

Bæjarráð setur fram Verlagsreglur bæjarráðs um kjaraákvarðanir og hlunnindi til frekari skýringa vegna heimilda til ákvarðana um
launakjör og hlunnindi í samræmi við stefnumörkun í jafnlaunastefnu sveitarfélagsins. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan