Endurskoðun á mannauðsstefnu Akureyrarbæjar

Tólf manna starfshópur hefur unnið að endurskoðun mannauðsstefnu Akureyrarbæjar sl. mánuði og nú er komið að umsagnarferli stefnunnar.

Helsta breyting í endurskoðuninni er að þjónustustefna og velferðarstefna starfsmanna voru sameinaðar mannauðsstefnunni. Inntak velferðarstefnu starfsmanna kemur nú fram í köflum um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd og viðverustjórnun. Endurskoðun þjónustustefnunnar náði til þeirra leiða sem tilteknar eru að markmiðum en ekki annarra þátta.

Óskað er eftir umsögnum frá starfsfólki bæjarins og þurfa þær að hafa borist fyrir 8. maí nk.

Umsagnir skal senda á netfangið mannaudsstefna@akureyri.is

Hér má finna tillögu að nýrri mannauðsstefnu.

Starfshópinn skipuðu eftirtaldir starfsmenn:

  • Ágúst Frímann Jakobsson - Naustaskóli
  • Birna Eyjólfsdóttir - Starfsmannaþjónusta
  • Eggert Þór Óskarsson - Fjármálaþjónusta
  • Ellert Örn Erlingsson - Samfélags- og mannréttindadeild
  • Friðný Sigurðardóttir - Öldrunarheimili Akureyrarbæjar
  • Halla Margrét Tryggvadóttir - Starfsmannaþjónusta
  • Hlynur Már Erlingsson - Búsetudeild
  • Hólmkell Hreinsson - Amtsbókasafnið
  • Ingunn Helga Bjarnadóttir - Starfsmannaþjónusta
  • Jakobína Elfa Káradóttir - Fjölskyldudeild
  • Sigurbjörg Rún Jónsdóttir - Skóladeild
  • Steindór Ívar Ívarsson - Fasteignir Akureyrarbæjar
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan