Mynd: Krossanesborgir, Kristófer Knutsen.
Starfsmenn sem hafa lagt út fyrir kostnaði fyrir Akureyrarbæ sækja um endurgreiðslu á vef Akureyrarbæjar í svokallaðri reikningagátt sem kemur í stað eyðublaðs á pappír. Sem dæmi um kostnað má nefna, kvittanir og reikningar vegna liðveislu, fatapeningar og kvittanir fyrir vottorðum.
Leiðbeiningar þess efnis hafa verið uppfærðar hér á starfsmannavefnum sjá hér
Starfsmenn geta fengið aðstoð við að fylla út endurgreiðslubeiðni á netinu í þjónustuveri og einnig með því að hringja í 460 1000 og biðja um að fá að tala við bókhaldsdeild.