Einelti, Kynferðislega áreitni, Kynbundna áreitni og Ofbeldi eða aðra ótilhlýðilega hegðun á aldrei að umbera á vinnustöðum.
Gott félagslegt vinnuumhverfi þar sem ríkir kurteisi og virðing í samskiptum er undirstaðan að því að starfsfólk upplifi öryggi og vellíðan í starfi.
Akureyrarbær sem atvinnurekandi ber ábyrgð á því að koma í veg fyrir að starfsfólk og skjólstæðingar verði fyrir einelti, áreitni eða ofbeldi. Hér í Starfsmannahandbókinni er að finna leiðbeiningar um viðbrögð við slíkri hegðun. Markmiðið er að koma í veg fyrir áreitni á vinnustöðum, stuðla að gagnkvæmri virðingu og að gripið verði til aðgerða ef vart verður við áreitni eða ágreining í samskiptum starfsfólks sem getur leitt til óæskilegrar hegðunar.
Starfsmaður sem telur sig hafa orðið fyrir einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni eða ofbeldi á vinnustað, eða telur sig hafa rökstuddan grun eða vitneskju um slíka hegðun á vinnustað, skal upplýsa yfirmann, fulltrúa vinnustaðar í öryggisnefnd eða einhvern fulltrúa eineltisteymis. Eineltisteymið skipa Halla Margrét Tryggvadóttir, sviðsstjóri Mannauðssviðs (halla@akureyri.is), Birna Eyjólfsdóttir, forstöðumaður mannauðsdeildar (birnae@akureyri.is) og Inga Þöll Þórgnýsdóttir, bæjarlögmaður (inga@akureyri.is).
Starfsfólk er hvatt til að kynna sér viðbrögð, leiðbeiningar og önnur gögn varðandi EKKO málin hér.