Nú er eftirlit hafið með gjaldskyldum bílastæðum í miðbænum. Borist hafa fyrirspurnir frá starfsfólki bæjarins sem á erindi í miðbæinn í tengslum við vinnu sína. Rétt er því að árétta að gjaldskyldan gildir jafnt um okkur sem vinnum hjá Akureyrarbæ líkt og starfsfólk annarra fyrirtækja og stofnana sem leggja þarf í miðbænum.
Starfsfólk sem þarf í sínu starfi að leggja á gjaldskyldum stæðum á gjaldskyldutíma (10-16) greiðir í stæði með eigin greiðsluappi eða í stöðumæli. Greiðsluöppin geta sent kvittun í tölvupósti ef þau eru stillt þannig. Prenta þarf út og geyma kvittun ef greitt er í stöðumæli. Halda þarf saman kvittunum og gera í lok mánaðar beiðni um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði í rafrænu reikningagáttinni.