Á fundi fræðslunefndar þann 13. janúar sl. voru breytingar á námsleyfasjóðum tilkynntar. Þar kom fram að ákveðið hefur verið að leggja námsleyfasjóð embættismanna niður og verða því reglur um sjóðinn felldar úr gildi. Ákvörðun þessi á rót að rekja til stéttarfélagsaðildar embættismanna.
Jafnframt kom fram að vegna vísan til COVID-19 og stöðu bæjarsjóðs var ekki veitt framlag til námsleyfasjóðs sérmenntaðs starfsfólks Akureyrarbæjar á fjárhagsáætlun ársins 2021 og verður því ekki úthlutað úr sjóðnum fyrir skólaárið 2021-2022.
Fundargerð er hægt að nálgast hér.