Breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs

Brú lífeyrissjóður vill koma á framfæri upplýsingum til sjóðsfélaga varðandi breytingu á A deild. Hér að neðan má sjá tilkynninguna í heild sinni sem og vísun á viðeigandi tengill á heimasíðu Brúar lífeyrissjóðs.

Eftirfarandi breytingar á A deild koma til framkvæmda 1. júní 2017:

  • Réttindaávinnslu A deildar er breytt úr jafnri réttindaávinnslu yfir í aldurstengda réttindaávinnslu.
  • Lífeyrisaldur er samræmdur við almennan vinnumarkað og verður 67 ár. • Lífeyristaka getur sem fyrr hafist á milli 60 og 70 ára aldurs.
  • A deild er viðhaldið en þeir sem greiða áfram iðgjald til sjóðsins fara yfir í aldurstengda réttindaávinnslu. Mismunur á réttindum í jafnri og aldurstengdri ávinnslu er mætt með sérstöku framlagi, lífeyrisauka, sem launagreiðendur greiða til sjóðsins.
  • Réttindi þeirra sem byrjaðir eru á lífeyri þann 31. maí 2017 og þeirra sem hafa náð 60 ára aldri á sama tíma verða ekki skert eða aukin þó svo til skerðingar eða réttindaaukningar komi hjá öðrum sjóðfélögum.
  • Réttindi annarra sjóðfélaga verða framvegis bundin tryggingafræðilegri stöðu og geta lækkað eða hækkað eftir afkomu sjóðsins. Þetta á bæði við um áunnin réttindi fyrir 1. júní næstkomandi og framtíðarréttindi sjóðfélaga.

Nýir sjóðfélagar eftir 1. júní 2017
Sjóðfélagar sem byrja að greiða til sjóðsins eftir 1. júní 2017 ávinna sér réttindi sem eru aldurstengd og bundin afkomu sjóðsins.

Áhrif á sjóðfélaga sem áttu aðild að A deild fyrir 1. júní
Áunninn réttindi þeirra sjóðfélaga sem eiga aðild að A deild fyrir breytingarnar verða ekki skert við breytinguna vegna framlags launagreiðenda til sjóðsins. Réttindi geta þó framvegis hækkað eða lækkað eftir afkomu sjóðsins.

Nánari upplýsingar eru á lifbru.is - og á slóðinni http://www.lifbru.is/is/sjodsfelagar/breyting-a-a-deild-fra-1-juni 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan