Breyting á launatímabili vegna mældra launategunda

Við innleiðingu á Vinnustund hefur verið farið  yfir verkferla og vinnulag við launavinnslu.
Eitt af því sem hefur verið endurskoðað eru yfirvinnutímabil til launa.    
Ákveðið hefur verið að breyta tímabilinu og hafa eitt launatímabil vegna mældra launategunda (yfirvinna, álag, etc.) en ekki með skiptingu í tvö tímabil fyrir og eftir mánaðarmót (eins og hefur verið fram að þessu).
Þetta þýðir að eingöngu þarf að skrá eina færslu fyrir hvern launalið á tímabilinu.
Að auki hefur verið ákveðið að breyta tímabilinu þannig að það gildi frá 15. – 14. hvers mánaðar.

Þetta þýðir að skil á gögnum getur færst fram um einn dag (póstur verður sendur síðar v. A06 og A07).  Innleiðing á nýjum tímabilum verður gerð í áföngum til að starfsfólk í vaktavinnu finni sem minnst fyrir breytingunni.

Tímabil

16.03.14 - 15.04.14         A05 (laun greidd 1. maí)

16.04.14 - 14.05.14         A06 (laun greidd 1. júní)

15.05.14 – 14.06.14        A07  (laun greidd 1. júlí)

Breytingin tekur gildi hjá öllum strax.

Endilega hafið samband við launafulltrúa eða verkefnastjóra á Starfsmannaþjónustu ef ykkur vantar nánari skýringar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan