Breyting á launatímabili

Mannauðssvið er að setja í gang vinnu við uppsetningu og innleiðingu á nýju launa- og mannauðskerfi og gerir verkáætlun ráð fyrir að fyrsta útborgun í nýju kerfi verði 1. mars n.k.

Til að hægt sé að innleiða notkun á ýmsum nýjungum sem fylgja nýju kerfi þarf að gera breytingar á launatímabilum.

Launatímabilinu verður því breytt í útborgun sem kemur til greiðslu 1. febrúar n.k.

Launatímabilið í útborgun 1. febrúar verður frá 13. desember til 10. janúar.

Launatímabilið í útborgun 1. mars verður 11. janúar til 10. febrúar og verður svo framvegis frá 11. hvers mánaðar til 10. hvers mánaðar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan