Mannauðssvið er að setja í gang vinnu við uppsetningu og innleiðingu á nýju launa- og mannauðskerfi og gerir verkáætlun ráð fyrir að fyrsta útborgun í nýju kerfi verði 1. mars n.k.
Til að hægt sé að innleiða notkun á ýmsum nýjungum sem fylgja nýju kerfi þarf að gera breytingar á launatímabilum.
Launatímabilinu verður því breytt í útborgun sem kemur til greiðslu 1. febrúar n.k.
Launatímabilið í útborgun 1. febrúar verður frá 13. desember til 10. janúar.
Launatímabilið í útborgun 1. mars verður 11. janúar til 10. febrúar og verður svo framvegis frá 11. hvers mánaðar til 10. hvers mánaðar.