Bleikur dagur 12. október

Árlegt árvekniátak bleiku slaufunnar er í fullum gangi og þann 12. október er hinn árlegi bleiki dagur - á þeim degi, og í tilefni hans, hefur fólk gjarnan klæðst bleiku bæði sér til skemmtunar og "keppnis".

Vinnustaðir Akureyrarbæjar hafa ekki látið sitt eftir liggja í vitundarvakningunni í gegnum árin og lagt metnað í það að vera sem bleikastir á bleika daginn og hvetur ritstjórn starfsmannahandbókar starfsfólk til þess að hafa sinn vinnustað sem bleikastan og senda okkur bleiku-myndirnar til birtingar í handbókinni. Myndir sendist á netfangið starfsmannahandbok@akureyri.is 

Vakin er athygli á því að Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (KAON) er með opnunarhátíð föstudaginn 12. október kl. 16:00 þar sem þau ætla fagna þeim tímamótum að flytja í nýtt húsnæði, þ.e. að Glerárgötu 34, 2. hæð - þau bjóða alla velkomna til samfagnaðar. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.kaon.is.

 

ps. Heyrst hefur að í Ráðhúsinu verði "keppnis" og að verðlaun verði veitt fyrir að vera bleikasti starfsmaðurinn.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan