Árlegt árvekniátak bleiku slaufunnar er í fullum gangi og þann 15. október er hinn árlegi bleiki dagur. Á bleika deginum eru landsmenn hvattir til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.
Vinnustaðir Akureyrarbæjar hafa ekki látið sitt eftir liggja í vitundarvakningunni gegnum árin og lagt metnað sinn í að vera sem bleikastir á bleika daginn og hvetur ritstjórn starfsmannavefsins starfsfólk til þess að hafa sinn vinnustað sem bleikastan og senda okkur bleiku-myndirnar til birtingar á starfsmannavefnum. Myndir sendast á netfangið starfsmannahandbok@akureyri.is
Hér má sjá ljósmyndir frá bleika deginum 2017