Í tengslum við verkefnið Betri vinnutími í vaktavinnu heldur Fræðslusetrið Starfsmennt utan um fræðslu til að styðja við farsæla innleiðingu breytinganna og mun fræðsluátakið standa yfir frá desember 2020 til júní 2021.
ATH! Grunnnámskeið í betri vinnutíma í vaktavinnu eru ætluð öllum sem vinna vaktavinnu en önnur námskeið eru aðeins ætluð þeim sem koma að innleiðingunni svo sem stjórnendum, vaktasmiðum og launafulltrúum hjá ríkisstofnunum, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum.
Í næstu viku standa 4 vefnámskeið til boða fyrir vaktavinnufólk og þá sem koma að innleiðingunni:
- Mánudaginn 8.febrúar: Ferlagreining og umbætur
- Þriðjudaginn 9.febrúar: 360°sóun
- Miðvikudaginn 10.febrúar: Stytting vinnuvikunnar - vinnustofa
- Fimmtudaginn 11.febrúar: Að takast á við breytingar/Að innleiða breytingar
*Fyrir aðra áhugasama þá er vert að benda á að önnur námskeið hjá Starfsmennt eru aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu. Það eru félagsmenn í Kili, Sveitamennt og Sameyki. Sjá nánar hér.