Bæjarstjórn samþykkir mannréttindastefnu

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 12. apríl sl. endurskoðaða mannréttindastefnu bæjarins.

Grunnstef og meginmarkmið stefnunnar er að undantekningalaust njóti allir einstaklingar mannréttinda óháð uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúar, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu.

Grunnstef og meginmarkmið stefnunnar um jafna meðferð einstaklinga skal vera kjarni í starfsumhverfi vinnustaða Akureyrarbæjar.

  • Starfsfólk og stjórnendur Akureyrarbæjar þekki mannréttindastefnuna, hafi skýra mannréttindasýn og að öll framkoma sé í samræmi við grunnstef og meginmarkmið.
  • Stjórnendur hjá Akureyrarbæ skapa rými fyrir aðlögun og fjölbreytileika

Mannréttindastefnu og aðgerðaráætlun hennar má finna hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan