Auglýsing um TV-einingar

TV-einingar vegna verkefna og hæfni

Í kjarasamningum aðildarfélaga BHM, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og KÍ vegna Félags leikskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga er ákvæði um að heimilt sé að greiða launaviðbætur (svokölluð TV laun) vegna verkefna og hæfni annarsvegar og vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna hinsvegar.

Hér með er auglýst eftir umsóknum um TV-einingar vegna verkefna og hæfni. Umsóknir skulu berast starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar fyrir 1. maí 2013 á eyðublöðum sem finna má í starfsmannahandbók á vef Akureyrarbæjar, sjá slóðina http://www.akureyri.is/starfsmannahandbok/kjaramal/timabundinvidbotarlaun.  Þar er einnig að finna reglur Akureyrarbæjar um TV-einingar.

Rétt er að benda á að Verkfræðingafélagið og Tæknifræðingafélagið eru ekki aðilar að Bandalagi háskólamanna og í kjarasamningum þeirra eru ekki ákvæði um greiðslu TV eininga. Félagsmenn í þessum tveimur félögum eiga þess því ekki kost að sækja um.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan