Heil og sæl öll… það er loksins komið að þessu… við förum á Árshátíð!
Árshátíð Akureyrarbæjar verður laugardaginn 15. október 2022 kl. 18:00 í Íþróttahöllinni – sjá nánar í viðhengi og neðar
Þetta nánast selur sig sjálf… s.s. sturluð hljómsveit, geggjaður veislustjóri, stórbrotinn matur, bilað góður félagsskapur og svo allt hitt!
Skráningarblöð verða send á stjórnendur sem koma þeim í dreifingu.
Nú er það okkar allra að keyra upp stemninguna enn frekar og tryggja að hún ná hámarki 15. október.
Ef þemað er eitthvað að veltast fyrir gestum og gangandi þá er hægt að kafa inn í fataskápinn með eftirfarandi texta að leiðarljósi…
Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt.
Vertu þú sjálfur, eins og þú ert.
Láttu það flakka, dansaðu í vindinum.
Faðmaðu heiminn, elskaðu.
Farðu alla leið.
Va-bam-a-lú-ma-ba-ba-bei.
Farðu alla leið,
allt til enda, alla leið.
Vertu þú, þú sjálfur.
Gerðu það sem þú vilt.
Jamm og jive og sveifla.
Honky tonk og hnykkurinn.
Árshátíð Akureyrarbæjar er á facebook og með viðburð þar sem það væri frábært ef allir myndu fjölmenna þar.
Þar verða allskyns tækifæri notuð til að keyra þetta í gang næstu 29 dagana og 30 klukkustundirnar þangað til húsið opnar!
Smellið á hlekkinn https://fb.me/e/2b4PH0AkV og fáið stemmninguna í fangið áður en hún berst formlega í æðarnar þann 15. október.