Allir lesa - Er þinn vinnustaður ekki með?

Allir lesa er landsleikur í lestri sem fer fram 17. október til 16. nóvember ár hvert og lýkur honum því á degi íslenskrar tungu.

Þátttakendur skrá lestur sinn í lestrardagbókina á vefnum allirlesa.is og taka þátt í leiknum með því að vera í ákveðnu liði. Þau lið sem verja mestum tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar.

Nú þegar hafa nokkrir vinnustaðir Akureyrarbæjar skráð sig til leiks og hvetjum við aðra til þess að koma með…..hver hefur ekki gaman af smá keppni.

Það skiptir ekki máli hvernig bækur þú lest eða hvort þú lest prentaðan texta, rafbók eða hljóðbók - allar tegundir bóka eru gjaldgengar í keppninni. Hér er átt við bækur sem innihalda til dæmis skáldskap, fræði, skýrslur eða eitthvað allt annað.

Mikið verður um að vera á Akureyri í tilefni af landsleiknum Allir lesa og er dagskrána að finna á visitakureyri.is 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan