Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs tók við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2019. Í ár var ráðstefnunni streymt í beinni útsendingu á ruv.is.
Þann 12. nóvember síðastliðinn hlaut Akureyrarbær viðurkenningu jafnvægisvogar FKA árið 2020. Tilkynnt var um viðurkenningarhafa á stafrænni ráðstefnu FKA í beinni útsendingu á RÚV.is. Hér má horfa á ráðstefnuna í heild sinni en dagskráin var fjölbreytt og fjöldi fyrirlesara fluttu áhugaverð erindi.
Jafnvægisvogin er samstarfsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu, forsætisráðuneytisins, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TBWA og Morgunblaðsins. Verkefninu var komið á fót á árinu 2017 og hefur náð að festa sig í sessi sem mikilvægur þáttur í því að vekja fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis með auknum jöfnuði kynja í stjórnunarstöðum.
Eliza Reid flutti ávarp og veitti viðurkenningar Jafnvægisvogarinnar 2020 en 30 fyrirtæki, 5 sveitarfélög og 9 opinberir aðilar hlutu viðurkenningu. Þau sveitarfélög sem hlutu viðurkenninguna voru auk Akureyrarbæjar, Múlaþing, Ísafjarðarbær, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Ölfus.
Til hamingju Akureyrarbær !