Áhugaverð fræðsluerindi á vefnum

Fjöldinn allur af áhugaverðri fræðslu á vefnum stendur félagsmönnum stéttarfélaga til boða, ókeypis eða gegn gjaldi.

Sem dæmi má nefna námskeið um meðvirkni á vinnustöðum, fjarvinna og samskipti, að selja vinnu sína og hæfni, verkefnastjórnun og hvatning og starfsánægja sem BHM stendur fyrir á næstunni. Það hefur verið stefna BHM út frá fjórðu iðnbyltingunni að auka rafræna fræðslu til félagsmanna og síðastliðin tvö ár hefur mikil áhersla á að bjóða upp á vandaða rafræna fræðslu sem félagsmenn geta tekið þátt í í rauntíma en þó rafrænt vegna aðstæðna. Námskeiðin og fyrirlestrarnir eru flest tekin upp og aðgengileg í viku í kjölfarið. Nýlega gerði BHM einnig samning við Akademias um rafrænan fyrirtækjaskóla fyrir félagsmenn aðildafélaga sinna sem veitir aðgang að fjölbreyttum námskeiðum út árið 2022. Frekari upplýsingar og um námskeiðin og skráningu er að finna hér.

BSRB leggur að sama skapi áherslu á símenntun félagsmanna aðildafélaga bandalagsins og boðið er upp á ýmis gagnleg námskeið hjá fræðslusetrinu Starfsmennt. Sum námskeið eru aðeins opin aðildarfélögum en önnur eru einnig opin öðrum gegn gjaldi. Skoðið endilega heimasíðuna þeirra www.smennt.is. Þar er að finna m.a. íslenskunámskeið, kennsla á Microsoft Teams, verkefnastjórnun, námskeið um geðheilbrigði og skaðaminnkandi hugmyndafræði. Eru þetta námskeið sem ýmist eru vefnám eða staðnám, sjá nánara yfirlit yfir öll námskeiðin sem eru í boði hér.

Félagsmálaskóli alþýðu sem er innan ASÍ býður upp á fræðslu og eru á döfinni hjá þeim fyrirlestrar um breytingu starfa í framtíðinni og hvað þurfi til að takast á við ný og breytt störf, trúnaðarmannanám, fræðsla um teymisvinnu og heilbrigðan ágreining svo dæmi séu tekin. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ASÍ, sjá hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan