Að læsa tölvuskjánum

Það er ágætt að minna sig á það hvernig við tryggjum að opin gögn í tölvum okkar eru ekki sýnileg/aðgengileg þeim sem eiga ferð um vinnusvæði okkar þegar við erum ekki á staðnum. Það er góð og nauðsynleg regla að læsa skjánum þegar farið er frá tölvunni hvort sem það er um stundarsakir, lengri tíma eða þegar þú hefur lokið við að nota tölvuna þína. 

Mikilvægt er að venja sig á að læsa skjánum þar sem að það á enginn erindi í gögn okkar nema við sjálf og með þessu eruð þið að verja þau gögn sem annars væru aðgengileg. 

Dæmi um það hvernig hægt er að læsa tölvunni:
Ýtið fyrst á windows hnappinn, haldið honum niðri og ýtið svo á L. 
 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan