80 manns á starfslokanámskeiði

Skemmtilegt á starfslokanámskeiði
Skemmtilegt á starfslokanámskeiði

Í síðustu viku lauk námskeiði sem hafði það markmið að leiðbeina starfsfólki við að undirbúa starfslok sín vegna aldurs. Alls sóttu námskeiðið um 80 manns frá Akureyrarbæ, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Norðurorku.

Námskeiðið stóð yfir þrjá eftirmiðdaga, 2 – 2,5 tíma í senn. Dagskráin var afar fjölbreytt þar sem fjallað var um leiðir til að aðlaga sig breyttu lífsmynstri og stuðla að innihaldsríku lífi að starfi loknu. Fjallað var um lífeyris- og tryggingamál og ýmsa þjónustu sem öldruðum stendur til boða frá sveitarfélaginu. Fjallað var um heilsufar, forvarnir og andlegar og félgaslegar hliðar þess að hætta að vinna jafnframt sem kynnt var félagsstarfsemi fyrir aldraða á vegum Akureyrarbæjar og annarra. 

Samstarfsaðilar að námskeiðinu voru Akureyrarbær, Sjúkrahúsið á Akureyri, Norðurorka og stéttarfélögin Kjölur og Eining Iðja. Samskonar námskeið var haldið fyrir tveimur árum síðan og markmiðið er að halda starfslokanámskeið á tveggja ára fresti.

Tilefni námskeiðsins er að í Mannauðsstefnu Akureyrarbæjar er það markmið að undirbúa starfslok starfsfólks vel, m.a. með því að bjóða starfsfólki, sem nálgast starfslok vegna aldurs, námskeið til að undirbúa þessi tímamót.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan