20% afsláttur á leiksýninguna Bót og betrun fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar

Starfsfólki Akureyrarbæjar býðst 20% afsláttur á leiksýninguna Bót og betrun hjá Leikfélagi VMA. Næstu sýningar eru 17., 18., 24. og 25. febrúar.

Þessi bráðskemmtilegi breski farsi fjallar um Eric Swan sem hefur blekkt kerfið í tvö ár með því að krefjast alskyns bóta fyrir það óteljandi fólk sem hann hefur spunnið upp. Lygar hans byrja að vinda upp á sig þegar maður frá félagsmálastofnun kemur í heimsókn. Leikritið er eftir Michael Cooney og gefið út árið 1993 og þýtt á íslensku af Herði Sigurðarsyni. Leikstjóri er Saga Geirdal Jónsdóttir.

Til að nýta 20% afsláttinn þá þarf einfaldlega að gera eftirfarandi hluti:

    • Fara inná Tix.is og finna Bót og betrun (hægt er að slá inn leitarorð Bót og betrun eða fara í leiksýningar og finna hana þar)
    • Velja sýninguna sem þig langar að koma á
    • Velja hversu marga miða þú vilt og svo þegar að búið er að fylla út upplýsingar um kaupenda má sjá glugga þar sem hægt er að skrá inn afsláttarkóða. Afsláttarkóðinn er: Leikfelag20
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan