Fréttir

Myndir: Guðrún Inga Hannesdóttir

Lundinn er mættur

Vorið er farið að láta á sér kræla norður við heimskautsbaug eftir frekar erfiðan og snjóþungan vetur. Langvían og álkan eru nú þegar sest upp í björgunum til að tryggja sér hreiðurstæði og lundinn var að mæta.
Lesa fréttina Lundinn er mættur
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Styrkir í byggðaþróunarverkefnið Glæðum Grímsey

Verkefnisstjórn byggðaþróunarverkefnisins Glæðum Grímsey auglýsir styrki vegna verkefnisins fyrir árið 2020, eða kr. 5.000.000. Styrkfénu er ætlað að styrkja verkefni sem falla að áherslum byggðaverkefnisins.
Lesa fréttina Styrkir í byggðaþróunarverkefnið Glæðum Grímsey
Myndir: Anna María Sigvaldadóttir

Elstu menn muna vart annað eins

Marsmánuður hefur verið einstaklega stormasamur. Óvenjumikill snjór er nú í Grímsey og muna elstu menn ekki eftir svona vondum vetri.
Lesa fréttina Elstu menn muna vart annað eins
Vetrartíð í Grímsey

Vetrartíð í Grímsey

Vetrartíð hefur verið ríkjandi meira og minna síðan í desember. Veturinn hefur verið erfiður, lítið hefur verið hægt að sækja sjóinn og margar ferðir fallið niður í áætlunarfluginu. Ferjan Sæfari hefur þó náð að halda áætlun að mestu leyti en aðeins nokkrar ferðir hafa fallið niður.
Lesa fréttina Vetrartíð í Grímsey
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Hvalreki í Grímsey

Um helgina rak fullvaxinn Búrhval að höfninni í Grímsey. Hræið sem um ræðir er af fullvöxnum tarfi sem gæti verið um 50 tonn. Draga þurfti hræið út úr höfninni með dráttarvél í morgun til að rýma fyrir Sæfara sem var að koma í áætlunarferð til eyjarinnar.
Lesa fréttina Hvalreki í Grímsey
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Það blæs í Grímsey

Veður er slæmt víða um land og það blæs líka hressilega í Grímsey þar sem nú er býsna margt um manninn eða rúmlega 60 manns. Til stóð að fleiri kæmu í dag til að vera á þorrablóti heimamanna sem haldið verður á laugardaginn en vegna veðurs hefur öllu flugi verið aflýst.
Lesa fréttina Það blæs í Grímsey
Störf í boði norður við heimskautsbaug

Störf í boði norður við heimskautsbaug

Það er ekki oft sem sjást starfaauglýsingar fyrir Grímsey en þessa dagana er verið að auglýsa laus tvö störf sem tengjast Grímsey.
Lesa fréttina Störf í boði norður við heimskautsbaug
Mynd: María Tryggvadóttir

Grímseyjarlundi vekur athygli vísindamanna

Í nýrri grein vísindamiðilsins PNAS, Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America, segir frá áður óþekktri hegðun villtra fugla sem áður hefur einungis verið þekkt hjá prímötum og fílum, þ.e. notkun á hlutum í hagnýtum tilgangi.
Lesa fréttina Grímseyjarlundi vekur athygli vísindamanna
Myndir: Karen Nótt Halldórsdóttir

Jólalegt í Grímsey

Þótt ekki búi margir í Grímsey þá er orðið ansi jólalegt og flest öll húsin í þorpinu vel skreytt eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Þónokkur fjöldi ferðamanna hefur heimsótt eyjuna að undanförnu og fleiri en síðustu ár.
Lesa fréttina Jólalegt í Grímsey
Hús Sæbjargar í Grímsey. Mynd: Unnur Ingólfsdóttir.

Talsvert tjón á mannvirkjum

Talsvert tjón hefur orðið í Grímsey í óveðrinu sem nú gengur yfir. Klæðning er fokin af húsi útgerðarinnar að hluta, landgangur á flotbryggju við höfnina er fokinn út í veður og vind, og grindverk og girðingar hafa víða brotnað eða lagst niður í vindinum.
Lesa fréttina Talsvert tjón á mannvirkjum
Grímsey í stóru hlutverki

Grímsey í stóru hlutverki

Áhugaverð kvikmynd með sérstaka áherslu á Grímsey var frumsýnd á þýsku sjónvarpsstöðinni WDR í gær. Myndin, sem heitir „Magical Iceland", varpar meðal annars ljósi á fjölskrúðugt náttúru- og dýralíf á Íslandi.
Lesa fréttina Grímsey í stóru hlutverki