Áhugaverð kvikmynd með sérstaka áherslu á Grímsey var frumsýnd á þýsku sjónvarpsstöðinni WDR í gær. Myndin, sem heitir „Magical Iceland", varpar meðal annars ljósi á fjölskrúðugt náttúru- og dýralíf á Íslandi.
Myndatökur fóru aðallega fram síðastliðið sumar, einkum á Norðurlandi og á Suðurlandi. Af stöðum hér fyrir norðan sem eru fyrirferðarmiklir má nefna Eyjafjörð, Strýturnar, Hraundranga og Mývatnssveit. Grímsey leikur eitt stærsta hlutverkið og byrjar sá hluti þegar liðnar eru um 15 mínútur af myndinni.
Myndin er um 45 mínútna löng og talsett á þýsku. Hér má finna hlekk á myndina: Magisches Island - Leben auf der größten Vulkaninsel der Welt