Fréttir

Uppskrift að góðum degi í Grímsey

Uppskrift að góðum degi í Grímsey

Ferðalag yfir heimskautsbauginn, miðnætursól, fjölskrúðugt fuglalíf, óspillt náttúra, ferskt loft, kyrrð og ró. Það eru innihaldsefni í uppskrift að góðum degi í þætti N4 sem að þessu sinni var tekinn upp í Grímsey.
Lesa fréttina Uppskrift að góðum degi í Grímsey
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Fyrsti vetrarsnjórinn

Vetur skall á með hressilegra móti í Grímsey í gær. Búið er að vera hvasst frá því í gær morgun með allt frá 18 upp í 27 metra á sekúndu og ölduhæðin núna um 5.5 metrar en fór mest upp í 7 metra í nótt.
Lesa fréttina Fyrsti vetrarsnjórinn
Tónleikar á Emelíuklöppum

Tónleikar á Emelíuklöppum

UPPI OG NIÐRI OG ÞAR Í MIÐJU – eru tónleikar Önnu Jónsdóttur sem haldnir verða á Emelíuklöppum í Grímsey, laugardaginn 20.júlí, kl. 15.00. Anna er sópransöngkona og á tónleikum sínum víða um land syngur hún íslensk þjóðlög.
Lesa fréttina Tónleikar á Emelíuklöppum
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Sólstöðuhátíðin og baugurinn

Dagskrá sumarsólstöðuhátíðarinnar í ár er ansi fjölbreytt. Í næstu viku verður heimskautsbaugstáknið "Hringur og kúla / Orbis et Globus" flutt á núverandi staðsetningu baugsins. Á fimmtudaginn 20.júní hefst síðan formleg dagskrá með fjölbreyttum viðburðum sem stendur fram á sunnudaginn 23.júní.
Lesa fréttina Sólstöðuhátíðin og baugurinn
Mynd: Gyða Henningsdóttir.

Sólstöðuhátíð 2019

Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir Sólstöðuhátíðina sem haldin verður í Grímsey um þarnæstu helgi, 20.-23. júní. Þessi helgi í kringum sumarsólstöður er kjörin til að heimsækja Grímsey og njóta alls þess besta sem þessi náttúruperla hefur að bjóða.
Lesa fréttina Sólstöðuhátíð 2019
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Vorið nálgast norður við heimskautsbaug

Svartfuglinn er nú þegar sestur upp í björgunum til að tryggja sér hreiðurstæði og lundinn kominn að eyjunni. Svafar Gylfason, íbúi í Grímsey sem er við grásleppuveiðar þessa dagana, sá til fyrstu lundana um helgina og segir að þeir séu um viku fyrr á ferðinni en áður var, en hann hefur skráð komu þeirra undanfarin 19 ár.
Lesa fréttina Vorið nálgast norður við heimskautsbaug
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Fjölmenni á þorrablóti

Um helgina var haldið árlegt þorrablót Grímseyinga i félagheimilinu Múla. Mikið fjölmenni var í eyjunni af þessu tilefni og mættu allir eyjaskeggjar 18 ára og eldri á blótið eða samtals ríflega 80 manns.
Lesa fréttina Fjölmenni á þorrablóti
Myndir: Anna María Sigvaldadóttir

Fallegur dagur í Grímsey

Í dag er stysti dagur ársins, vetrarsólstöður. Fæstar birtustundir á öllu landinu eru í Grímsey, norður við heimskautsbaug, en þar eru þær eingöngu rúmar tvær klukkustundir. Daginn tekur að lengja aftur á morgun. Á sumarsólstöðum 21. júní sest sólin ekki í Grímsey og þar er því einstaklega góður staður til þess að njóta miðnætursólarinnar.
Lesa fréttina Fallegur dagur í Grímsey
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Jól og áramót í Grímsey

Þótt það búi ekki mjög margir í Grímsey þá verður samt ýmislegt þar á seyði yfir hátíðarnar. Í dag, föstudaginn 21.desember, bjóða kvenfélagið Baugur og Kiwanisklúbburinn upp á jólahlaðborð fyrir alla íbúa. Á milli jóla og nýárs verður haldið jólaball þar sem jólasveinar stíga dansinn með jafnt ungum sem öldnum.
Lesa fréttina Jól og áramót í Grímsey
Nýja táknið fyrir heimsskautsbauginn í Grímsey, Orbis et Globus.

Staðsetning Grímseyjar og fuglalíf heilla

Árið 2018 hefur Akureyrarstofa, með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, leitt vinnu við undirbúning markaðssetningar Grímseyjar með áherslu á erlenda ferðamenn. Kynningarefnis hefur verið aflað, bæði myndbanda og ljósmynda, um leið og farið var í greiningu á verðmætasta markhópnum fyrir eyjuna. Það var meðal annars gert með viðtölum við fólk sem starfar við ferðaþjónustu í Grímsey og með því að leggja viðhorfskönnun fyrir ferðafólk á leið úr eyjunni.
Lesa fréttina Staðsetning Grímseyjar og fuglalíf heilla
Myndir: Halla Ingólfsdóttir

Aðventan í Grímsey

Veður er búið að vera gott í Grímsey á aðventunni og mikið um að vera. Búið er að skreyta víða og að venju brosir gamli jólasveinninn nú sínu breiðasta kominn í glugga Grímseyjarbúðarinnar á ný. Löng hefð er fyrir því að halda Lúsíuhátíð í Grímsey og var engin undantekning á því þetta árið þrátt fyrir að börnum hafi fækkað talsvert í eyjunni.
Lesa fréttina Aðventan í Grímsey